Erlent

Stað­festa enda­lok Insig­ht-leið­angursins

Kjartan Kjartansson skrifar
Síðasta sjálfsmyndin sem Insight tók í apríl. Á henni má sjá rykið sem hafði safnast fyrir á geimfarinu.
Síðasta sjálfsmyndin sem Insight tók í apríl. Á henni má sjá rykið sem hafði safnast fyrir á geimfarinu. NASA

Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið.

Næsta víst er talið að rafhlöður Insight séu tómar vegna ryks sem safnast hefur saman á sólarsellum þess. NASA hafði ákveðið að binda formlegan enda á leiðangurinn ef ekki næðist samband við farið í tveimur tilraunum í röð. Stjórnendur leiðangursins ætla þó áfram að hlusta eftir skilaboðum frá Insight en afar ólíklegt er að það kvikni aftur til lífsins. Síðast sendi það merki til jarðar 15. desember.

Insight lenti á Mars árið 2018 en meginmarkmið þess var að rannsaka innviði reikistjörnunnar, meðal annars með jarðskjálftamæli. Síðan þá hefur geimfarið numið fleiri en 1.300 „Marsskjálfta“, orðið vitni að loftsteinaárekstrum og gert veigamiklar uppgötvanir um jarðfræðilega virkni Mars.

Jarðskjálftamælirinn var síðasta mælitækið um borð sem var haldið gangandi þegar afl geimfarsins fór þverrandi vegna ryksins.

„Já, það er leitt að kveðja en arfleið Insight lifir áfram og upplýsir og veitir innblástur,“ segir Laurie Leshin, forstjóri Jet Propulsion Lab sem stýrði leiðangrinum, í tilkynningu frá NASA.


Tengdar fréttir

Búa sig undir að kveðja jarð­skjálfta­mælinn á Mars

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir.

Fundu merki um að Mars sé enn jarð­fræði­lega virkur

Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×