Laun félagsmanna VR á taxta hækka um ellefu prósent að meðaltali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2022 12:50 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hvorki mæla með nýjum samningi eða gegn. Hann lítur þó svo á að ekki sé um „raunverulega“ hækkun að ræða. vísir Félagsmenn hjá VR sem eru á taxta fá að meðaltali ellefu prósenta hækkun á launum sínum frá því sem var í apríl síðastiðnum verði nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins samþykktur. VR er fjölmennasta stéttarfélag landsins með yfir fjörutíu þúsund félagsmenn. Samningurinn er til fimmtán mánaða. Líkt og greint var frá fyrr í vikunni náðist kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna, en hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk sé frá 1. nóvember síðastliðnum. Samningur VR við SA sem skrifað var undir árið 2019 rann út þann 1. nóvember síðastliðinn. Síðasta hækkunin samkvæmt þeim samningi var 1. janúar síðastliðinn. Í þeim samningi var í fyrsta skipti samið um viðauka sem tæki mið af stöðu hagskerfisins. Þannig fengi launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun ef ákveðinn hagvaxtarauki næðist. Hækkun um 10.500 þann 1. maí 2022 Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með var félagsfólki VR tryggð hækkun á lágmarkstaxta VR á mánuði um 10.500 krónur og hækkun á almenn laun um 7.875 krónur á mánuði skv. kjarasamningi. Sú hækkun bættist við launin 1. maí. Samanburður á launatöflum félagsmanna VR úr síðustu samningum og þeim nýju leiðir í ljós meðalhækkun upp á ellefu prósent. Mesta hækkunin er hjá þeim starfsmönnum sem hafa unnið lengur en fimm ár hjá fyrirtæki sínu. Í þeim tilfellum nemur hækkunin allt að þrettán prósentum. Að neðan má sjá hækkunina á launatöxtum hjá VR eftir starfi og reynslu. Lægsta hækkunin er í byrjunarlaunum hjá afgreiðslufólki og sérþjálfuðu afgreiðslufólki í verslunum. Þar nemur hækkunin um 9,7 prósentum. Desemberuppbótin hækkar úr 98 þúsund krónur í 103 þúsund krónur. Þá hækkar orlofsuppbót úr 53 þúsund krónum í 56 þúsund krónum. Atkvæðagreiðsla hafin Atkvæðagreiðsla um samning VR við SA og sömuleiðis samning VR við Félag atvinnurekenda, sem skrifað var undir í framhaldinu, hófst í dag. Mikill meirihluti félagsmanna VR á aðild að fyrri samningunum en hér má finna lista yfir fyrirtæki sem tilheyra samningnum við FA. Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur til hádegis þann 21. desember. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. „Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Vilhjálmur hæstánægður Rafræn atkvæðagreiðsla stendur sömuleiðis yfir hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandið sem sömdu fyrst félaga við Samtök atvinnulífsins í byrjun desember. Gott hljóð var í formönnum einstakra félaga innan SGS fyrir helgi og töldu allar líkur á því að samningurinn yrði samþykktur. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hefur líst yfir mikilli ánægju með samninginn. Í morgun deildi hann á Facebook launahækkun hjá vaktstjóra á bensínstöð. Sá vinnur 168 vinnustundir og fær tæplega 61 þúsund króna hækkun. „Þetta er launahækkun á mánuði sem ég hef aldrei áður kynnt fyrir verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði og það í skammtímasamningi,“ segir Vilhjálmur glaður. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í vikunni náðist kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna, en hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk sé frá 1. nóvember síðastliðnum. Samningur VR við SA sem skrifað var undir árið 2019 rann út þann 1. nóvember síðastliðinn. Síðasta hækkunin samkvæmt þeim samningi var 1. janúar síðastliðinn. Í þeim samningi var í fyrsta skipti samið um viðauka sem tæki mið af stöðu hagskerfisins. Þannig fengi launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun ef ákveðinn hagvaxtarauki næðist. Hækkun um 10.500 þann 1. maí 2022 Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með var félagsfólki VR tryggð hækkun á lágmarkstaxta VR á mánuði um 10.500 krónur og hækkun á almenn laun um 7.875 krónur á mánuði skv. kjarasamningi. Sú hækkun bættist við launin 1. maí. Samanburður á launatöflum félagsmanna VR úr síðustu samningum og þeim nýju leiðir í ljós meðalhækkun upp á ellefu prósent. Mesta hækkunin er hjá þeim starfsmönnum sem hafa unnið lengur en fimm ár hjá fyrirtæki sínu. Í þeim tilfellum nemur hækkunin allt að þrettán prósentum. Að neðan má sjá hækkunina á launatöxtum hjá VR eftir starfi og reynslu. Lægsta hækkunin er í byrjunarlaunum hjá afgreiðslufólki og sérþjálfuðu afgreiðslufólki í verslunum. Þar nemur hækkunin um 9,7 prósentum. Desemberuppbótin hækkar úr 98 þúsund krónur í 103 þúsund krónur. Þá hækkar orlofsuppbót úr 53 þúsund krónum í 56 þúsund krónum. Atkvæðagreiðsla hafin Atkvæðagreiðsla um samning VR við SA og sömuleiðis samning VR við Félag atvinnurekenda, sem skrifað var undir í framhaldinu, hófst í dag. Mikill meirihluti félagsmanna VR á aðild að fyrri samningunum en hér má finna lista yfir fyrirtæki sem tilheyra samningnum við FA. Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur til hádegis þann 21. desember. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. „Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Vilhjálmur hæstánægður Rafræn atkvæðagreiðsla stendur sömuleiðis yfir hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandið sem sömdu fyrst félaga við Samtök atvinnulífsins í byrjun desember. Gott hljóð var í formönnum einstakra félaga innan SGS fyrir helgi og töldu allar líkur á því að samningurinn yrði samþykktur. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hefur líst yfir mikilli ánægju með samninginn. Í morgun deildi hann á Facebook launahækkun hjá vaktstjóra á bensínstöð. Sá vinnur 168 vinnustundir og fær tæplega 61 þúsund króna hækkun. „Þetta er launahækkun á mánuði sem ég hef aldrei áður kynnt fyrir verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði og það í skammtímasamningi,“ segir Vilhjálmur glaður.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23
„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08