Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um kókaínbjörninn mætt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 13:21 Kókaínbjörninn í allri sinni dýrð. Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Cocaine Bear, á íslensku kókaínbjörninn, var birt í gær. Kvikmyndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um svartbjörn sem étur mikið magn af kókaíni. Myndin er leikstýrð af Elizabeth Banks en mun þetta vera fjórða kvikmynd hennar. Hún leikstýrði einnig kvikmyndum á borð við Pitch Perfect 2 og Charlie's Angels. Þá hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og þáttum, meðal annars Modern Family, Hunger Games og 30 Rock. Kvikmyndin fjallar um björn sem finnur kókaín sem kastað hafði verið úr flugvél. Hann étur kókaínið og fer að myrða fólk í skóginum þar sem hann býr. Þrátt fyrir að söguþráðurinn hljómi mjög hæpinn og ótrúverðugur er hann byggður á sannsögulegum atburðum. Árið 1985 fóru rannsóknarlögreglumenn í ferð í Chattahoochee-Oconee skóginn í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum til að leita að kókaíni sem smyglarar höfðu kastað úr flugvél. Samtals höfðu smyglararnir kastað fjörutíu kílóum af kókaíni úr vélinni og var götuvirði efnanna á þeim tíma tuttugu milljónir dollara, rúmir 2,8 milljarðar íslenskra króna. Við leitina fannst stór svartbjörn sem hafði drepist. Í ljós kom að hann hafði étið kókaínið og fengið hjartaáfall. Fyrstu stiklu kvikmyndarinnar má sjá hér fyrir ofan en með hlutverk myndarinnar fara Ray heitinn Liotta sem lést fyrr á árinu, Keri Russell,Margo Martindale, O'Shea Jackson Jr, Jesse Tyler Ferguson og Alden Ehrenreich. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Dýr Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Myndin er leikstýrð af Elizabeth Banks en mun þetta vera fjórða kvikmynd hennar. Hún leikstýrði einnig kvikmyndum á borð við Pitch Perfect 2 og Charlie's Angels. Þá hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og þáttum, meðal annars Modern Family, Hunger Games og 30 Rock. Kvikmyndin fjallar um björn sem finnur kókaín sem kastað hafði verið úr flugvél. Hann étur kókaínið og fer að myrða fólk í skóginum þar sem hann býr. Þrátt fyrir að söguþráðurinn hljómi mjög hæpinn og ótrúverðugur er hann byggður á sannsögulegum atburðum. Árið 1985 fóru rannsóknarlögreglumenn í ferð í Chattahoochee-Oconee skóginn í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum til að leita að kókaíni sem smyglarar höfðu kastað úr flugvél. Samtals höfðu smyglararnir kastað fjörutíu kílóum af kókaíni úr vélinni og var götuvirði efnanna á þeim tíma tuttugu milljónir dollara, rúmir 2,8 milljarðar íslenskra króna. Við leitina fannst stór svartbjörn sem hafði drepist. Í ljós kom að hann hafði étið kókaínið og fengið hjartaáfall. Fyrstu stiklu kvikmyndarinnar má sjá hér fyrir ofan en með hlutverk myndarinnar fara Ray heitinn Liotta sem lést fyrr á árinu, Keri Russell,Margo Martindale, O'Shea Jackson Jr, Jesse Tyler Ferguson og Alden Ehrenreich.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Dýr Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira