Þórir Snær Sigurðsson vann Rímnaflæði 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:36 Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“. Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins á aldrinum 13-16 ára er stökkpallur fyrir unga rappara var fyrst haldin árið 1999 í Miðbergi. Síðustu tvö ár var viðburðurinn haldinn á netinu og segir í tilkynningu að mjög gaman hafi verið að geta loksins haldið þennan viðbuðrinn aftur með keppendur og áhorfendur á staðnum í Fellahelli. „Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref.“ Dómnefndina skipuðu þau Ragna Kjartansdóttir, Ragnhildur Holm og Árni Matthíasson. Plötusnúðarnir Patrekur og Hilmar „Einn og hálfur Dj" úr félagsmiðstöðinni Sigyn spiluðu í upphafi viðburðar. Einnig komu fram Ragnheiður Inga Matthíasdóttir (Ragga Rix) sigurvegari Rímnaflæði 2021, Jónas Víkingur (Johnny Boy) sigurvegari Rímnaflæði 2020, Daniil, Issi og Ízleifur. Að neðan má sjá myndband frá Rímnaflæði 2021. Krakkar Grunnskólar Tónlist Reykjavík Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins á aldrinum 13-16 ára er stökkpallur fyrir unga rappara var fyrst haldin árið 1999 í Miðbergi. Síðustu tvö ár var viðburðurinn haldinn á netinu og segir í tilkynningu að mjög gaman hafi verið að geta loksins haldið þennan viðbuðrinn aftur með keppendur og áhorfendur á staðnum í Fellahelli. „Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref.“ Dómnefndina skipuðu þau Ragna Kjartansdóttir, Ragnhildur Holm og Árni Matthíasson. Plötusnúðarnir Patrekur og Hilmar „Einn og hálfur Dj" úr félagsmiðstöðinni Sigyn spiluðu í upphafi viðburðar. Einnig komu fram Ragnheiður Inga Matthíasdóttir (Ragga Rix) sigurvegari Rímnaflæði 2021, Jónas Víkingur (Johnny Boy) sigurvegari Rímnaflæði 2020, Daniil, Issi og Ízleifur. Að neðan má sjá myndband frá Rímnaflæði 2021.
Krakkar Grunnskólar Tónlist Reykjavík Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira