Fótbolti

Patrik kveðst bara eiga eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Breiðablik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Patrik Johannesen skorar hér fyrir Keflavík gegn Leikni í sumar.
Patrik Johannesen skorar hér fyrir Keflavík gegn Leikni í sumar. Vísir/Diego

Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen verður leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks á næsta tímabili í Bestu deildinni nema hann standist ekki læknisskoðun í Kópavoginum.

Patrik staðfesti þetta í viðtali við færeyska fjölmiðilinn Roysni eftir vináttuleik Færeyja og Kósovó í gær.

Í viðtalinu segir að Keflavík hafi samþykkt 11 milljón króna kauptilboð frá Breiðabliki líkt og fram kom í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á föstudag. 

Svarar Patrik því að allt sé frágengið nema hans undirskrift auk læknisskoðunar.

Patrik var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð; skoraði 13 mörk í 23 leikjum í deild og bikar.

Hann er 27 ára gamall og hefur leikið 18 A-landsleiki fyrir Færeyjar


Tengdar fréttir

Breiðablik að kaupa Johannesen á 11 milljónir

Greint er frá því í hlaðvarpinu Dr.Football að framherjinn Patrik Johannesen sé á leið til Breiðabliks frá Keflavík. Talið er að Íslandsmeistararnir kaupi Johannesen á ellefu milljónir frá Keflvíkingum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.