Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:00 Þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem voru beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti segja greinargerð um starfsemina ekki taka á öllum þáttum. Þær komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara yfir vankanta hennar. Þá leggja þær til að sambærileg heimili verði rannsökuð vegna vísbendinga um að ofbeldi hafi líka átt sér stað þar. Vísir/Vilhelm Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is. Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30
Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48
Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46