Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 14:36 Xi Jinping og Joe Biden, forsetar Kína og Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna. Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem gefin var út eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá klukkutíma, segir að Biden hafi sagt Xi að Bandaríkin myndu eiga í samkeppni við Kína en sú samkeppni ætti ekki að snúast upp í átök. Þar segir einnig að þeir hafi báðir verið sammála um að kjarnorkustríð væru óvinnanleg og að slík stríð ættu ekki að eiga sér stað og var það tilvísun í hótanir ráðamanna í Moskvu um mögulega notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu. Biden mun einnig hafa vakið máls á því að Bandaríkin og Kína þyrftu að taka höndum saman um mörg málefni eins og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, heimsstöðugleika og heilsu- og fæðuöryggi. Þá lýsti Biden yfir áhyggjum af mannréttindabrotum Kínverja og þá meðal annars í Xinjiang, Tíbet og Hong Kong. Hann lýsti því einnig yfir að Bandaríkjamenn væru andvígir öllum einhliða tilraunum til að breyta stöðu Taívans gagnvart Kína og sagði í hag heimsins að tryggja frið á Taívanssundi. Varaði Biden við Utanríkisráðuneyti Kína segir að Xi haf sagt Biden að heimurinn væri nógu stór svo bæði Bandaríkin og Kína gætu blómstrað. Heilt yfir deildu ríkin fleiri hagsmunaratriðum en skildu þau að. Xi varaði Biden einnig við því að fara ekki yfir það sem hann kallaði „rauða línu“ varðandi „spurninguna um Taívan“. Biden ræddi við blaðamenn eftir fundinn þar sem hann sagði samtal forsetanna hafa verið jákvætt. Happening Now: President Biden delivers remarks and takes questions. https://t.co/VwAfMna859— The White House (@WhiteHouse) November 14, 2022 Heita því að Taívan sameinist meginlandinu Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Sjá einnig: Vilja dæla vopnum til Taívans Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Hernaðargeta Kínverja hefur á sama tíma aukist til muna.
Bandaríkin Kína Taívan Joe Biden Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira