Amnesty International og Listaháskólinn í hönnunarsamstarfi Amnesty International 9. nóvember 2022 08:49 Amnesty-sokkarnir í ár eru hönnun Möggu Magnúsdóttur. Sokkarnir verða kynntir með pompi og prakt á morgun milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Laugavegi 16. Óttar Guðnason Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup. Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup.
Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira