„Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 14:09 Haraldur Benediktsson ræddi hugmynd sína um samfélagsvegi á Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira