Sport

Dagskráin: Meistaradeildin og rafíþróttir

Atli Arason skrifar
Frenkie de Jong verður væntanlega í eldlínunni með Barcelona gegn Inter í Meistaradeildinni í kvöld.
Frenkie de Jong verður væntanlega í eldlínunni með Barcelona gegn Inter í Meistaradeildinni í kvöld. Getty Images

Það eru níu beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 Sport í dag þar sem Meistaradeild Evrópu í fótbolta er í forgrunni.

Stöð 2 Sport 2

Dagskráin hefst öll með UEFA Youth League, í fyrsta leik dagsins mætast unglingalið Marseille og Sporting klukkan 11.50.

Strax í kjölfarið hefst leikur Inter og Barcelona í UEFA Youth League klukkan 13.55.

Upphitun fyrir fullorðinsbolta Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18.30 þar sem allir leikir kvöldsins verða undir.

Klukkan 18.50 hefst stórleikur Inter og Barcelona í C-riðli Meistaradeildarinnar.

Meistaradeildarmörkin gera svo upp alla leiki kvöldsins klukkan 21.00.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.35 tekur Bayern München á móti Viktoria Plzen í C-riðli Meisraradeildar Evrópu.

Tottenham er í heimsókn hjá Frankfurt klukkan 18.50 í D-riðli.

Stöð 2 Sport 4

Club Brugge og Atletico Madrid eigast við í B-riðli Meistaradeildarinnar klukkan 18.50.

Stöð 2 eSport

Klukkan 19.30 hefst útsending af Ljósleiðaradeildin í CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×