Perlur íslenskrar myndlistar sýndar í miðri vélsmiðju Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 1. október 2022 12:28 Halldór Lárusson er stjórnarformaður Héðins hf. og barna-barna-barnabarn stofnandans. Stöð 2 Einstæð listasýning verður í dag opnuð í aðeins fjórar klukkustundir á óhefðbundnum stað á í vélsmiðju í miðju iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði á milli eitt og fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Fréttamaður okkar kíkti í vélsmiðjuna í gær og sá þar verk eftir marga af helstu meisturum íslenskrar málaralistar. Þar má nefna Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Ásgrím Jónsson. Fjölskyldufyrirtækið Héðinn var stofnað af Markúsi Ívarssyni og Bjarna Þorsteinssyni fyrir eitt hundrað árum í ár. Barna-barna-barnabarn Markúsar, Halldór Lárusson, er stjórnarformaður Héðins. Hann segir að ákveðið hafi verið að líta til stofnendanna við ákvörðun á því hvernig ætti að halda upp á aldarafmælið. Hann segir Héðinn vera arfleifð Markúsar en ekki síður sé stórt listasafn sem hann skyldi eftir sig arfleifð hans. Markús var járnsmiður og myndlistaráhugamaður. Hann lét eftir sig mikið safn málverka sem teljast lykilverk í íslenskri myndlistarsögu. „Markús var áráttumaður í söfnun á myndlist. Fyrsti íslenski myndlistarsafnarinn. Hann keypti verk eftir samtímamenn sína sem kom svo í ljós að voru lykilmenn og -konur í íslenskri myndlist á 20. öld,“ segir Halldór. Hann segir að Markús hafi skilið eftir sig mjög stórt safn listaverka þegar hann lést árið 1943. Hluti af því hafi svo verið gefinn Listasafni Íslands árið 1951, þegar safnið fékk sitt eigið húsnæði. Á sýningunni skammlífu verður sá hluti safns Markúsar sýndur. Myndlist Hafnarfjörður Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði á milli eitt og fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Fréttamaður okkar kíkti í vélsmiðjuna í gær og sá þar verk eftir marga af helstu meisturum íslenskrar málaralistar. Þar má nefna Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Ásgrím Jónsson. Fjölskyldufyrirtækið Héðinn var stofnað af Markúsi Ívarssyni og Bjarna Þorsteinssyni fyrir eitt hundrað árum í ár. Barna-barna-barnabarn Markúsar, Halldór Lárusson, er stjórnarformaður Héðins. Hann segir að ákveðið hafi verið að líta til stofnendanna við ákvörðun á því hvernig ætti að halda upp á aldarafmælið. Hann segir Héðinn vera arfleifð Markúsar en ekki síður sé stórt listasafn sem hann skyldi eftir sig arfleifð hans. Markús var járnsmiður og myndlistaráhugamaður. Hann lét eftir sig mikið safn málverka sem teljast lykilverk í íslenskri myndlistarsögu. „Markús var áráttumaður í söfnun á myndlist. Fyrsti íslenski myndlistarsafnarinn. Hann keypti verk eftir samtímamenn sína sem kom svo í ljós að voru lykilmenn og -konur í íslenskri myndlist á 20. öld,“ segir Halldór. Hann segir að Markús hafi skilið eftir sig mjög stórt safn listaverka þegar hann lést árið 1943. Hluti af því hafi svo verið gefinn Listasafni Íslands árið 1951, þegar safnið fékk sitt eigið húsnæði. Á sýningunni skammlífu verður sá hluti safns Markúsar sýndur.
Myndlist Hafnarfjörður Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“