Perlur íslenskrar myndlistar sýndar í miðri vélsmiðju Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 1. október 2022 12:28 Halldór Lárusson er stjórnarformaður Héðins hf. og barna-barna-barnabarn stofnandans. Stöð 2 Einstæð listasýning verður í dag opnuð í aðeins fjórar klukkustundir á óhefðbundnum stað á í vélsmiðju í miðju iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði á milli eitt og fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Fréttamaður okkar kíkti í vélsmiðjuna í gær og sá þar verk eftir marga af helstu meisturum íslenskrar málaralistar. Þar má nefna Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Ásgrím Jónsson. Fjölskyldufyrirtækið Héðinn var stofnað af Markúsi Ívarssyni og Bjarna Þorsteinssyni fyrir eitt hundrað árum í ár. Barna-barna-barnabarn Markúsar, Halldór Lárusson, er stjórnarformaður Héðins. Hann segir að ákveðið hafi verið að líta til stofnendanna við ákvörðun á því hvernig ætti að halda upp á aldarafmælið. Hann segir Héðinn vera arfleifð Markúsar en ekki síður sé stórt listasafn sem hann skyldi eftir sig arfleifð hans. Markús var járnsmiður og myndlistaráhugamaður. Hann lét eftir sig mikið safn málverka sem teljast lykilverk í íslenskri myndlistarsögu. „Markús var áráttumaður í söfnun á myndlist. Fyrsti íslenski myndlistarsafnarinn. Hann keypti verk eftir samtímamenn sína sem kom svo í ljós að voru lykilmenn og -konur í íslenskri myndlist á 20. öld,“ segir Halldór. Hann segir að Markús hafi skilið eftir sig mjög stórt safn listaverka þegar hann lést árið 1943. Hluti af því hafi svo verið gefinn Listasafni Íslands árið 1951, þegar safnið fékk sitt eigið húsnæði. Á sýningunni skammlífu verður sá hluti safns Markúsar sýndur. Myndlist Hafnarfjörður Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði á milli eitt og fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Fréttamaður okkar kíkti í vélsmiðjuna í gær og sá þar verk eftir marga af helstu meisturum íslenskrar málaralistar. Þar má nefna Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Ásgrím Jónsson. Fjölskyldufyrirtækið Héðinn var stofnað af Markúsi Ívarssyni og Bjarna Þorsteinssyni fyrir eitt hundrað árum í ár. Barna-barna-barnabarn Markúsar, Halldór Lárusson, er stjórnarformaður Héðins. Hann segir að ákveðið hafi verið að líta til stofnendanna við ákvörðun á því hvernig ætti að halda upp á aldarafmælið. Hann segir Héðinn vera arfleifð Markúsar en ekki síður sé stórt listasafn sem hann skyldi eftir sig arfleifð hans. Markús var járnsmiður og myndlistaráhugamaður. Hann lét eftir sig mikið safn málverka sem teljast lykilverk í íslenskri myndlistarsögu. „Markús var áráttumaður í söfnun á myndlist. Fyrsti íslenski myndlistarsafnarinn. Hann keypti verk eftir samtímamenn sína sem kom svo í ljós að voru lykilmenn og -konur í íslenskri myndlist á 20. öld,“ segir Halldór. Hann segir að Markús hafi skilið eftir sig mjög stórt safn listaverka þegar hann lést árið 1943. Hluti af því hafi svo verið gefinn Listasafni Íslands árið 1951, þegar safnið fékk sitt eigið húsnæði. Á sýningunni skammlífu verður sá hluti safns Markúsar sýndur.
Myndlist Hafnarfjörður Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira