Fótbolti

Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Hallgrímsson hrópar skipanir til sinna manna. Á myndinni má einnig sjá Guðmund Hreiðarsson, markvarðaþjálfara jamaíska liðsins.
Heimir Hallgrímsson hrópar skipanir til sinna manna. Á myndinni má einnig sjá Guðmund Hreiðarsson, markvarðaþjálfara jamaíska liðsins. getty/Elsa

Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum.

Lionel Messi byrjaði á varamannabekknum en kom inn á í upphafi seinni hálfleiks. Hann gerði út um leikinn með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili undir lokin.

Julián Álvarez, framherji Manchester City, kom Argentínu í 1-0 á 13. mínútu og þannig var staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leiksloka.

Þótt munurinn væri ekki nema eitt mark voru yfirburðir argentínska liðsins þónokkrir. Argentínumenn áttu til að mynda sautján skot í leiknum, þar af átta á markið. Á meðan áttu Jamaíkamenn tvö skot og hvorugt þeirra hitti markið.

Næsti leikur Jamaíku er vináttulandsleikur gegn Kamerún 9. nóvember næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.