Erlent

Geti átt yfir höfði sér fangelsis­dóm fyrir að flýja her­kvaðningu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skjáskot úr sjónvarpsávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað 21. september 2022.
Skjáskot úr sjónvarpsávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað 21. september 2022. AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins

Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna.

Löng biðröð er sögð hafa myndast við landamæri Rússlands eftir herkvaðninguna en karlmenn voru sagðir hræddir um það landamærin myndu loka og þeir ekki ná yfir þau í tæka tíð. Einhverjir hefðu beðið í bílum sínum við landamæri Rússlands og Georgíu í meira en sólarhring. Aðrir hefðu gripið til þess að koma sér yfir landamærin á reiðhjólum eða rafskútum.

Samkvæmt fréttaveitunni RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins hefur forsetinn undirritað lagabreytingu sem geti meðal annars haft í för með sér að þeir sem flýi land vegna herkvaðningarinnar muni eiga yfir höfði sér fangelsisdóm.

Fimm til tíu ára fangelsisdómur geti fylgt því að flýja herkvaðninguna og fyrir liðhlaup.


Tengdar fréttir

Boðar her­kvaðningu og hótar kjarn­orku­stríði

Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður.

Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja

Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það.

Rússar flýi her­kvaðningu Pútíns

Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.