Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 22:30 Fregnir hafa borist af mjög svo umfangsmiklum herkvaðningum í fjarlægum og fátækari héruðum rússneska sambandsríkisins. Getty Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. Í forsetatilskipun Pútíns, eða þeim hlutum hennar sem eru lesanlegir, segir ekkert um hve marga til stendur að kveðja í herinn. Leynileg klausa í forsetatilskipun Pútíns segir þó að varnarmálaráðuneytið eigi að kveðja allt að milljón manna í herinn. Það hefur rússneski miðillinn Novaya Gazeta, sem var nýverið gerður ólöglegur í Rússlandi, eftir heimildarmönnum sínum í Kreml. Sjöunda málsgrein tilskipunar Pútins hafði verið afmáð þegar skipunin var opinberuð. Peskov var spurður út í klausuna leynilegu og sagði hann að hún sneri að þeim fjölda sem kveðja ætti í herinn. Vísaði hann svo í orð Shoigu um fjöldinn ætti að vera þrjú hundruð þúsund. Rússneski miðillinn Meduza vitnar í viðtal við rússneskan aðmírál sem birt var í Rússlandi í dag. Hann fór nánar yfir út á hvað herkvaðningin gengur og sagði meðal annars að herinn væri að leita að mönnum sem hefðu þegar hlotið einhverja þjálfun sem muni koma að notum í Úkraínu og sérstaklega væri verið að leita að mönnum með reynslu af átökum. Mögulega yrðu allt að 55 ára gamlir menn kvaddir í herinn en það færi eftir reynslu þeirra og þjálfun. Aðmírállinn sagði einnig að í rauninni væri ekkert þak á því hve margir yrðu kvaddir í herinn en að hvert sambandsríki hefði ákveðið lágmark. Virðist mun umfangsmeiri Herkvaðningin virðist mun umfangsmeiri en yfirvöld í Rússlandi hafa viðurkennt. Fregnir hafa borist af mjög svo umfangsmiklum herkvaðningum í fjarlægum og fátækari héruðum rússneska sambandsríkisins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að margar af þeim rúmlega 1.300 mótmælendum sem handteknir voru í gær hafi verið kvaddir í herinn, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Peskov sagði blaðamönnum í dag að það væri ekki gegn lögunum að kveðja fólk sem hefði verið handtekið fyrir mótmæli í herinn. #Russia : wailing mothers and wives and buses full of men and boys being forced to go to the front in #Ukraine .From #Dagestan tonight. pic.twitter.com/TaGP7YXiOj— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 22, 2022 Í frétt Guardian segir einnig að herkvaðningin virðist koma hlutfallslega verra niður á minnihlutahópum í Rússlandi sem hafi hingað til einnig komið verr út úr stríðinu sjálfu. Menn sem tilheyri minnihlutahópum séu hlutfallslega stærri hluti af hernum en aðrir hópar og sömuleiðis hafi mun fleiri fallið. Þá hafa fregnir borist af því að menn á fimmtugsaldri og jafnvel sextugsaldri, sem hafi aldrei verið í hernum, hafi verið boðaðir til herþjónustu. #Russia : mobilization has started in #Yakutia in #Siberia.Unsurprisingly ethnic minority regions of Russia are the first to be called up. pic.twitter.com/Et2OvLeKvE— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 22, 2022 Einn viðmælandi miðilsins frá Buryatia, segir að 38 ára gamall eiginmaður hennar hafi verið kvaddur í herinn. Hann hafi aldrei verið í hernum áður. Hún segir hermenn hafa spurt hann hvort hann ætti ekki börn og að hann hafi sagt þeim að hann ætti fimm. „Nú, jæja. Þú mátt búast við herkvaðningu,“ segir hún að hermennirnir hafi sagt. ( ) pic.twitter.com/haaWQX17uf— Polina (@poli_golobokova) September 22, 2022 Fá mögulega enga þjálfun Í greiningu hugveitunnar Institute for the study of war segir að ætli Rússar sér að þjálfa þessa nýju hermenn af einhverju viti og undirbúa þá fyrir átök muni það taka einhverjar vikur, ef ekki mánuði. Flestir þeirra hafi eins árs reynslu af herþjónustu og þjálfun innan rússneska hersins sé heilt yfir mjög slæm. Ráðamenn í Rússlandi hafa verið margsaga um hvurslags þjálfun þessir menn eiga að fá. Einhverjir hafa talað um mánuð en því hefur einnig verið haldið fram að fyrrverandi hermenn undir þrítugu verði sendir beint á víglínurnar í Úkraínu. Hvatti Rússa til mótmæla eða uppgjafar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi rússneskum mæðrum skilaboð í kvöld. Hann skipti yfir í rússnesku í sjónvarpsávarpi sínu og hvatti fólk til að mótmæla í Rússlandi. „Ákvörðun Rússlands að fara í herkvaðningu er viðurkenning á því að atvinnumannaher ríkisins, sem hefur verið þjálfaður í áratugi í því að hernema það sem aðrir eiga, stóðst ekki álagið og féll saman,“ sagði Selenskí, samkvæmt þýðingu Meduza. Hann sagði að vegna herkvaðningarinnar væri innrás Rússlands í Úkraínu ekki lengur eitthvað sem almenningur í Rússlandi yrði eingöngu var við í sjónvarpi eða á netinu. Það hefði náð til allra rússneskra heimila. „55 þúsund rússneskir hermenn eru dánir á hálfu ári. Tugir þúsunda særðir, limlestir. Viljið þið í alvörunni fleiri?“ spurði forsetinn og bætti við að ef ekki, þá ættu Rússar að mótmæla. Selenskí sagði að þeir ættu að berjast gegn ráðamönnum í Rússlandi, flýja eða gefast upp fyrir úkraínskum hermönnum. Það væri eina leiðin til að lifa af. „Rússneskar mæður, þið megið ekki efast um það að leiðtogar ykkar munu ekki senda eigin börn á víglínurnar. Þeir sem taka ákvarðanir í landi ykkar vernda eigin börn en vilja ekki svo mikið sem jarða börnin ykkar,“ sagði Selenskí einnig. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. 22. september 2022 07:23 Segir Pútín hafa gert „stór mistök“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) segir hótanir Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, um notkun kjarnorkuvopna vera „hættulegan og óábyrgan“ áróður. Hann segir að eina leiðin til að binda enda á stríðið í Úkraínu sé að sýna Rússum það og sanna að þeir geti ekki sigrað í Úkraínu. 21. september 2022 20:27 Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. 21. september 2022 12:05 Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. 21. september 2022 08:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Í forsetatilskipun Pútíns, eða þeim hlutum hennar sem eru lesanlegir, segir ekkert um hve marga til stendur að kveðja í herinn. Leynileg klausa í forsetatilskipun Pútíns segir þó að varnarmálaráðuneytið eigi að kveðja allt að milljón manna í herinn. Það hefur rússneski miðillinn Novaya Gazeta, sem var nýverið gerður ólöglegur í Rússlandi, eftir heimildarmönnum sínum í Kreml. Sjöunda málsgrein tilskipunar Pútins hafði verið afmáð þegar skipunin var opinberuð. Peskov var spurður út í klausuna leynilegu og sagði hann að hún sneri að þeim fjölda sem kveðja ætti í herinn. Vísaði hann svo í orð Shoigu um fjöldinn ætti að vera þrjú hundruð þúsund. Rússneski miðillinn Meduza vitnar í viðtal við rússneskan aðmírál sem birt var í Rússlandi í dag. Hann fór nánar yfir út á hvað herkvaðningin gengur og sagði meðal annars að herinn væri að leita að mönnum sem hefðu þegar hlotið einhverja þjálfun sem muni koma að notum í Úkraínu og sérstaklega væri verið að leita að mönnum með reynslu af átökum. Mögulega yrðu allt að 55 ára gamlir menn kvaddir í herinn en það færi eftir reynslu þeirra og þjálfun. Aðmírállinn sagði einnig að í rauninni væri ekkert þak á því hve margir yrðu kvaddir í herinn en að hvert sambandsríki hefði ákveðið lágmark. Virðist mun umfangsmeiri Herkvaðningin virðist mun umfangsmeiri en yfirvöld í Rússlandi hafa viðurkennt. Fregnir hafa borist af mjög svo umfangsmiklum herkvaðningum í fjarlægum og fátækari héruðum rússneska sambandsríkisins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að margar af þeim rúmlega 1.300 mótmælendum sem handteknir voru í gær hafi verið kvaddir í herinn, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Peskov sagði blaðamönnum í dag að það væri ekki gegn lögunum að kveðja fólk sem hefði verið handtekið fyrir mótmæli í herinn. #Russia : wailing mothers and wives and buses full of men and boys being forced to go to the front in #Ukraine .From #Dagestan tonight. pic.twitter.com/TaGP7YXiOj— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 22, 2022 Í frétt Guardian segir einnig að herkvaðningin virðist koma hlutfallslega verra niður á minnihlutahópum í Rússlandi sem hafi hingað til einnig komið verr út úr stríðinu sjálfu. Menn sem tilheyri minnihlutahópum séu hlutfallslega stærri hluti af hernum en aðrir hópar og sömuleiðis hafi mun fleiri fallið. Þá hafa fregnir borist af því að menn á fimmtugsaldri og jafnvel sextugsaldri, sem hafi aldrei verið í hernum, hafi verið boðaðir til herþjónustu. #Russia : mobilization has started in #Yakutia in #Siberia.Unsurprisingly ethnic minority regions of Russia are the first to be called up. pic.twitter.com/Et2OvLeKvE— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 22, 2022 Einn viðmælandi miðilsins frá Buryatia, segir að 38 ára gamall eiginmaður hennar hafi verið kvaddur í herinn. Hann hafi aldrei verið í hernum áður. Hún segir hermenn hafa spurt hann hvort hann ætti ekki börn og að hann hafi sagt þeim að hann ætti fimm. „Nú, jæja. Þú mátt búast við herkvaðningu,“ segir hún að hermennirnir hafi sagt. ( ) pic.twitter.com/haaWQX17uf— Polina (@poli_golobokova) September 22, 2022 Fá mögulega enga þjálfun Í greiningu hugveitunnar Institute for the study of war segir að ætli Rússar sér að þjálfa þessa nýju hermenn af einhverju viti og undirbúa þá fyrir átök muni það taka einhverjar vikur, ef ekki mánuði. Flestir þeirra hafi eins árs reynslu af herþjónustu og þjálfun innan rússneska hersins sé heilt yfir mjög slæm. Ráðamenn í Rússlandi hafa verið margsaga um hvurslags þjálfun þessir menn eiga að fá. Einhverjir hafa talað um mánuð en því hefur einnig verið haldið fram að fyrrverandi hermenn undir þrítugu verði sendir beint á víglínurnar í Úkraínu. Hvatti Rússa til mótmæla eða uppgjafar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi rússneskum mæðrum skilaboð í kvöld. Hann skipti yfir í rússnesku í sjónvarpsávarpi sínu og hvatti fólk til að mótmæla í Rússlandi. „Ákvörðun Rússlands að fara í herkvaðningu er viðurkenning á því að atvinnumannaher ríkisins, sem hefur verið þjálfaður í áratugi í því að hernema það sem aðrir eiga, stóðst ekki álagið og féll saman,“ sagði Selenskí, samkvæmt þýðingu Meduza. Hann sagði að vegna herkvaðningarinnar væri innrás Rússlands í Úkraínu ekki lengur eitthvað sem almenningur í Rússlandi yrði eingöngu var við í sjónvarpi eða á netinu. Það hefði náð til allra rússneskra heimila. „55 þúsund rússneskir hermenn eru dánir á hálfu ári. Tugir þúsunda særðir, limlestir. Viljið þið í alvörunni fleiri?“ spurði forsetinn og bætti við að ef ekki, þá ættu Rússar að mótmæla. Selenskí sagði að þeir ættu að berjast gegn ráðamönnum í Rússlandi, flýja eða gefast upp fyrir úkraínskum hermönnum. Það væri eina leiðin til að lifa af. „Rússneskar mæður, þið megið ekki efast um það að leiðtogar ykkar munu ekki senda eigin börn á víglínurnar. Þeir sem taka ákvarðanir í landi ykkar vernda eigin börn en vilja ekki svo mikið sem jarða börnin ykkar,“ sagði Selenskí einnig.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. 22. september 2022 07:23 Segir Pútín hafa gert „stór mistök“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) segir hótanir Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, um notkun kjarnorkuvopna vera „hættulegan og óábyrgan“ áróður. Hann segir að eina leiðin til að binda enda á stríðið í Úkraínu sé að sýna Rússum það og sanna að þeir geti ekki sigrað í Úkraínu. 21. september 2022 20:27 Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. 21. september 2022 12:05 Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. 21. september 2022 08:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. 22. september 2022 07:23
Segir Pútín hafa gert „stór mistök“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) segir hótanir Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, um notkun kjarnorkuvopna vera „hættulegan og óábyrgan“ áróður. Hann segir að eina leiðin til að binda enda á stríðið í Úkraínu sé að sýna Rússum það og sanna að þeir geti ekki sigrað í Úkraínu. 21. september 2022 20:27
Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. 21. september 2022 12:05
Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. 21. september 2022 08:33