„Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2022 21:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með að hafa ekki tekið sigurinn í kvöld Vísir/Vilhelm Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. „Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Sjá meira
„Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Sjá meira