Erlent

82 látnir eftir skjálfta í Kína

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Borgin Luding varð verst úti í skjálftanum.
Borgin Luding varð verst úti í skjálftanum. EPA

Minnst áttatíu og tveir eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærðinni 6,8 reið yfir héraðið Sichuan í suðvesturhluta Kína á mánudag.

Skjálftinn er sá stærsti sem hefur orðið í héraðinu frá árinu 2017. Talið er að meira en 270 manns hafi slasast í skjálftanum og 35 er enn saknað samkvæmt frétt Reuters.

Borgin Luding varð verst úti í skjálftanum en nú er loks búið að opna vegi sem liggja að borginni eftir að þeim var lokað í kjölfar skjálftans. Annar skjálfti, tæplega þrír að stærð, reið yfir borgina í gærkvöldi.

Veðurstofa landsins hefur gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu vegna hættu á aurskriðum og öðrum eftirköstum skjálftanna. Gul viðvörun var gefin út fyrir mið- og vesturhluta héraðsins.

EPA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×