„Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. september 2022 22:30 Unnur Ösp og Haraldur voru hæstánægð með nýju rampana. Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. Árlega sækja hundruð fatlaðra barna og ungmenna í sumarbúðir við Reykjadal en ramparnir þar voru komnir til ára sinna. Fyrir tæplega tveimur vikum ákvað leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir að þörf væri á breytingum eftir að hafa sótt dóttur sína þaðan. „Maður er alltaf svo meir í þessu augnabliki af því að það er svo frábært starfsfólk hérna og stemning. En þegar ég var að keyra var ég svolítið hugsi yfir ástandinu og húsnæðinu og svona aðgengismálum og það hellist yfir mig einhver svona réttlát reiði,“ segir Unnur. Hún lýsir því að hún hafi í „hvatvísiskasti“ ákveðið að senda athafnamanninum Haraldi Þorleifssyni, sem er með verkefnið Römpum upp Reykjavík, skilaboð og voru viðbrögðin framar vonum. Það var sól og blíða meðan Jón Jónsson skemmti krökkunum og öðrum viðstöddum. Mynd/Römpum upp Ísland „Hann svaraði mér um hæl, spurði bara; hvað þarf að gera, sendu mér myndir og mál. Og nokkrum dögum síðar sagði hann; við hefjumst handa á morgun,“ útskýrir Unnur. „Maður fór náttúrulega bara að hágráta heima hjá sér. Hann er engum líkur.“ „Ég er alls ekki einn í þessu, það er fullt af góðu fólki sem vinnur í þessu. En ég kom bara boltanum áfram og við kláruðum þetta bara mjög hratt,“ segir Haraldur en ramparnir voru tilbúnir innan við tveimur vikum eftir að Unnur hafði samband. Haraldur og Guðni Th. ræða við dóttur Unnar, sem vígði nýjasta rampinn. Mynd/Römpum upp Ísland Nýju ramparnir voru síðan vígðir í dag en alls hafa 130 rampar verið settir upp, af þúsund sem til stendur að setja upp á næstu fjórum árum sem hluti af verkefninu. Að sögn Haralds eru þeir að setja upp einn til tvo rampa á dag og býst hann við að þeir nái markmiði sínu á undan áætlun. Gleðin leyndi sér ekki meðal viðstaddra í Reykjadal í dag og var það við hæfi að dóttir Unnar vígði nýjasta rampinn. Forseti Íslands kom einnig með hvatningarorð og Jón Jónsson skemmti krökkunum sem gæddu sér á ís meðan sólin lék við þau. Forsetinn var léttur í bragði. Mynd/Römpum upp Ísland „Það er ótrúlega gaman að sjá krakkana sem eru greinilega að njóta sín mjög vel. Það að aðgengið sé ekki í lagi er náttúrulega frekar sorglegt en það er hægt að laga svona hluti frekar auðveldlega,“ segir Haraldur. Unnur segir þau hvergi nærri hætt en laga þurfi ýmsa aðra hluti og hafi hópur foreldra þegar tekið saman höndum. „Okkur langar að nota svona brjálæðina og framtakssemina í Haraldi okkur til hvatningar til að halda áfram og gera hérna bara flottasta ævintýraland á Íslandi,“ segir Unnur. „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni ef að við hóum saman góðu fólki og tökum allt í gegn hérna,“ segir hún enn fremur. Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mosfellsbær Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Árlega sækja hundruð fatlaðra barna og ungmenna í sumarbúðir við Reykjadal en ramparnir þar voru komnir til ára sinna. Fyrir tæplega tveimur vikum ákvað leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir að þörf væri á breytingum eftir að hafa sótt dóttur sína þaðan. „Maður er alltaf svo meir í þessu augnabliki af því að það er svo frábært starfsfólk hérna og stemning. En þegar ég var að keyra var ég svolítið hugsi yfir ástandinu og húsnæðinu og svona aðgengismálum og það hellist yfir mig einhver svona réttlát reiði,“ segir Unnur. Hún lýsir því að hún hafi í „hvatvísiskasti“ ákveðið að senda athafnamanninum Haraldi Þorleifssyni, sem er með verkefnið Römpum upp Reykjavík, skilaboð og voru viðbrögðin framar vonum. Það var sól og blíða meðan Jón Jónsson skemmti krökkunum og öðrum viðstöddum. Mynd/Römpum upp Ísland „Hann svaraði mér um hæl, spurði bara; hvað þarf að gera, sendu mér myndir og mál. Og nokkrum dögum síðar sagði hann; við hefjumst handa á morgun,“ útskýrir Unnur. „Maður fór náttúrulega bara að hágráta heima hjá sér. Hann er engum líkur.“ „Ég er alls ekki einn í þessu, það er fullt af góðu fólki sem vinnur í þessu. En ég kom bara boltanum áfram og við kláruðum þetta bara mjög hratt,“ segir Haraldur en ramparnir voru tilbúnir innan við tveimur vikum eftir að Unnur hafði samband. Haraldur og Guðni Th. ræða við dóttur Unnar, sem vígði nýjasta rampinn. Mynd/Römpum upp Ísland Nýju ramparnir voru síðan vígðir í dag en alls hafa 130 rampar verið settir upp, af þúsund sem til stendur að setja upp á næstu fjórum árum sem hluti af verkefninu. Að sögn Haralds eru þeir að setja upp einn til tvo rampa á dag og býst hann við að þeir nái markmiði sínu á undan áætlun. Gleðin leyndi sér ekki meðal viðstaddra í Reykjadal í dag og var það við hæfi að dóttir Unnar vígði nýjasta rampinn. Forseti Íslands kom einnig með hvatningarorð og Jón Jónsson skemmti krökkunum sem gæddu sér á ís meðan sólin lék við þau. Forsetinn var léttur í bragði. Mynd/Römpum upp Ísland „Það er ótrúlega gaman að sjá krakkana sem eru greinilega að njóta sín mjög vel. Það að aðgengið sé ekki í lagi er náttúrulega frekar sorglegt en það er hægt að laga svona hluti frekar auðveldlega,“ segir Haraldur. Unnur segir þau hvergi nærri hætt en laga þurfi ýmsa aðra hluti og hafi hópur foreldra þegar tekið saman höndum. „Okkur langar að nota svona brjálæðina og framtakssemina í Haraldi okkur til hvatningar til að halda áfram og gera hérna bara flottasta ævintýraland á Íslandi,“ segir Unnur. „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni ef að við hóum saman góðu fólki og tökum allt í gegn hérna,“ segir hún enn fremur.
Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mosfellsbær Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03