Hætta á að norskir unglingar dópi og Noregur fari í bann frá stórmótum Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:00 Norðmenn eru í fremstu röð í fjölda íþróttagreina en eiga nú á hættu að missa réttinn til að keppa á stórmótum. Getty/Jozo Cabraja Noregur uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur um lyfjaeftirlit. Ef ekki verður bætt úr því gæti norsku þjóðinni verið refsað með banni frá Ólympíuleikum og öðrum stórmótum, eða banni frá því að halda stórmót. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim. Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim.
Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Sjá meira