Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 21:04 Forseti Úkraínu, Volodimir Selenskí, fyrir miðju. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, til vinstri og aðalframkvæmdastjóri SÞ, Antonio Guterres, til hægri. AP Photo/Evgeniy Maloletka Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fundaði með Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu í dag. Vonir voru bundnar við að viðræður leiðtoganna þriggja gætu skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum vegna stríðs Rússlands við Úkraínu. Í frétt AP af fundinum kemur hins vegar fram að útlit sé fyrir að viðræðurnar hafi skilað litlum árangri, að minnsta kosti ef litið sé til skamms tíma. Leiðtogarnir þrír ræddu við blaðamenn að loknum fundi.AP Photo/Evgeniy Maloletka Leiðtogarnir hittust í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, fjarri víglínunni í stríðinu, sem fer að megninu fram í austurhluta Úkraínu um þessar mundir. Á meðal þess sem var rætt var hvort hægt væri að hafa fangaskipti á milli stríðsfanga í haldi Úkraínuhers og Rússlandshers. Þá var einnig rætt um hvort að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gætu tekið út öryggismál í Zaporizhia kjarnorkuverinu, sem er undir yfirráðum Rússa. Erdogan hefur stillt sér upp sem eins konar tengið eða milliliður á milli Rússa og Úkraínu. Tyrkland er aðildarríki NATO en er þó háð utanríkisviðskiptum við Rússa, og segja má því að ríkið sé beggja vegna borðsins. Eftir fundinn sagði Erdogan að hann myndi ræða það sem þar var rætt við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Selenskí og Guteress samþykktu í dag að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar fengu aðgang að í Zaporizhia kjarnorkuverinu. Það er þó algjörlega háð því að Rússar samþykki að hleypa sérfræðingunum að. Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fundaði með Volodímir Selenskí, forseta Úkraínu og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu í dag. Vonir voru bundnar við að viðræður leiðtoganna þriggja gætu skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum vegna stríðs Rússlands við Úkraínu. Í frétt AP af fundinum kemur hins vegar fram að útlit sé fyrir að viðræðurnar hafi skilað litlum árangri, að minnsta kosti ef litið sé til skamms tíma. Leiðtogarnir þrír ræddu við blaðamenn að loknum fundi.AP Photo/Evgeniy Maloletka Leiðtogarnir hittust í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, fjarri víglínunni í stríðinu, sem fer að megninu fram í austurhluta Úkraínu um þessar mundir. Á meðal þess sem var rætt var hvort hægt væri að hafa fangaskipti á milli stríðsfanga í haldi Úkraínuhers og Rússlandshers. Þá var einnig rætt um hvort að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gætu tekið út öryggismál í Zaporizhia kjarnorkuverinu, sem er undir yfirráðum Rússa. Erdogan hefur stillt sér upp sem eins konar tengið eða milliliður á milli Rússa og Úkraínu. Tyrkland er aðildarríki NATO en er þó háð utanríkisviðskiptum við Rússa, og segja má því að ríkið sé beggja vegna borðsins. Eftir fundinn sagði Erdogan að hann myndi ræða það sem þar var rætt við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Selenskí og Guteress samþykktu í dag að sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar fengu aðgang að í Zaporizhia kjarnorkuverinu. Það er þó algjörlega háð því að Rússar samþykki að hleypa sérfræðingunum að.
Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira