Fótbolti

Stefán og félagar þurfa að snúa taflinu við á heimavelli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg þurfa á sigri að halda í síðari leik liðsins gegn HJK.
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg þurfa á sigri að halda í síðari leik liðsins gegn HJK. Vísir/Getty

Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti HJK til Finnlands í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Stefán Teitur var í byrjunarliði Silkeborg, en var tekinn af velli þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Eina mark leiskins skoraði David Browne á 80. mínútu eftir að Andre Calisir hafði látið reka sig af velli í liði Silkeborg tíu mínútum áður.

Stefán og félagar fara því í síðari leikinn einu marki undir og þurfa að snúa taflinu við til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Síðari leikurinn fer fram í Danmörku eftir slétta viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.