Fótbolti

Thiago Alcantara frá í rúman mánuð

Hjörvar Ólafsson skrifar
Thiago Alcantara haltrar hér af velli í leiknum á laugardaginn var. 
Thiago Alcantara haltrar hér af velli í leiknum á laugardaginn var.  Vísir/Getty

Thiago Alcantara tognaði aftan í læri í jafntefli Liverpool gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla um síðustu helgi. 

Spænski landsliðsmiðjumaðurinn verður fjarri góðu gamni í sex vikur um það bil vegna þeirra meiðsla.

Liverpool verður einnig án miðvallarleikmannanna Curtis Jones og Alex Oxlade-Chamberlain næstu vikurnar. 

Næsti leikur Liverpool er deildarleikur gegn Crystal Palace en sá leikur fer fram á Anfield klukkan 14.00 á laugardaginn kemur. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.