Edda lögð meðvitundarlaus inn á spítala og missir af stórmóti Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 11:02 Guðlaug Edda Hannesdóttir var lögð inn á spítala í Barcelona. @eddahannesd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fengið afar slæma matareitrun. Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag. Þríþraut Sund Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag.
Þríþraut Sund Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira