Edda lögð meðvitundarlaus inn á spítala og missir af stórmóti Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 11:02 Guðlaug Edda Hannesdóttir var lögð inn á spítala í Barcelona. @eddahannesd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fengið afar slæma matareitrun. Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag. Þríþraut Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag.
Þríþraut Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira