Fótbolti

Fylkir á toppinn eftir fimmta sigurleikinn í röð

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ásgeir Eyþórsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Fylki. 
Ásgeir Eyþórsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Fylki.  Vísir/Hulda Margrét

Fylkir er á mikilli siglingu í Lengjudeild karla í fóbolta en liðið bar 2-0 sigur úr býtum þegar liðið sótti Fjölni heim á Extra-völlinn í Grafarvoginn í kvöld. 

Það var Mathias Laursen Christensen sem skoraði bæði mörk Fylkis í leiknum en Árbæingar eru nú taplausir í síðustu sex leikjum sínum í deildinni og hafa haft betur í fimm síðustu leikjum sínum. 

Fylkisliðið rankaði við sér eftir óvænt tap gegn Ægi í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og hefur verið á miklu skriði síðna. Fylkir trónir á toppi deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum á undan HK sem er í öðru sæti. Fjölnir er svo í þriðja sæti með 23 stig. 

Afturelding skaust svo upp að hlið Gróttu í fjórða til fimmta sæti með sannærandi 4-1 sigri gegn Selfossi. Afturelding og Grótta hafa hvort um sig 22 stig en Selfoss er þar fyrir neðan með 21 stig. 

Marciano Aziz skoraði tvö marka Aftureldingar í leiknum og Javier Ontiveros og Sævar Atli Hugason sitt markið hvor. Valdimar Jóhannsson lagaði hins vegar stöðuna fyrir heimamenn á Selfossi. 

Mikil dramatík í Vesturbænum

KV og Kórdrengir skildu svo jöfn, 2-2, í leik liðanna á Auto Park í Vesturbænum. 

Magnús Snær Dagbjartsson kom KV yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Axel Hardarson kom síðan Kórdrengjum í 2-1 undir lok leiksins. KV fékk svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Á vítapunktinn steig Rúrik Gunnarsson og tryggði Vesturbæjarliðinu stig. 

Grindavík og Kórdrengir eru í áttunda til níunda sæti með 17 stig, tveimur stigum minna en Vestri sem er sæti ofar. 

KV er svo í næstneðsta deildarinnar með átta stig en liðið er sex stigum á eftir Þór Akureyri sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsvæðið. Þróttur Vogum vermir botnsæti deildarinnar með fimm stig. 

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar hjá urslit.net. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×