Landgræðsla hagkvæmasta loftslagsaðgerðin Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 07:16 Landrækt er hagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Vísir/Arnar Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr forseti og biskup við setningu Alþingis Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlagafrumvarpinu Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Erlent Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Innlent Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Innlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Auglýsa eftir upplýsingum um 28 ára gamalt morðmál Erlent Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Innlent Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr forseti og biskup við setningu Alþingis Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Þrettán nýjar heimildir ráðherra Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlagafrumvarpinu Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Óvissustig og viðvaranir enn í gildi 661 barn á biðlista eftir plássi í leikskólum Reykjavíkurborgar Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Vöruflutningavél festist á brautinni „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Sjá meira