Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 12:49 Samkvæmt umdeildum lögum má drottningin, eða fulltrúar hennar, krefjast þess að fá afrit af frumvörpum áður en þau eru lögð fyrir þingið. Þetta hefur margoft verið nýtt. Getty/Jane Barlow Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent