Fótbolti

Stelpurnar okkar mættar til Manchester

Hjörvar Ólafsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir, Elín Metta Jensen og Sara Björk Gunnarsdóttir voru hressar á flugvellinum. 
Dagný Brynjarsdóttir, Elín Metta Jensen og Sara Björk Gunnarsdóttir voru hressar á flugvellinum.  Mynd/KSí

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti síðdegis í dag í Manchester en þaðan heldur liðið til Crewe þar sem liðið mun dvelja og æfa á milli leikja á Evrópumótinu sem hefst í dag.

Fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu er á móti Belgíu á sunnudaginn kemur en sá leikur fer fram á æfingavelli Manchester City. 

Ísland leikur í D-riðli mótsins en auk íslenska liðsins og Belga eru Frakkland og Ítalíu í þeim riðli.

Mótið hefst í kvöld þegar gestgjafar mótsins, England, leika við Austurríki á Old Trafford. Uppselt er á þann leik en miklar vonir eru bundnir við enska liðið á mótinu.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.