Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig sjóðheitir Keflvíkingar kláruðu Framara í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrik Johannesen og Kian Williams fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum í gær.
Patrik Johannesen og Kian Williams fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum í gær. S2 Sport

Keflvíkingar nálguðust efri hluta Bestu deildar karla með 3-1 heimasigri á Fram í gærkvöldi.

Keflavík er nú aðeins tveimur stigum á eftir KR sem situr í sjötta og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í efri hlutanum í haust. KR-ingar hafa að auki leikið einum leik færra.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er kominn með sitt lið á mjög skrið og menn kólnuðu ekkert þótt að liðið hafi þurft að bíða í sautján daga eftir leiknum í gærkvöldi.

Keflavíkurliðið hefur nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Keflavík komst í 2-0 í fyrri hálfleik í gær og innsiglaði síðan sigurinn skömmu eftir að Guðmundur Magnússon hafði minnkað muninn með sínu tíunda marki í sumar.

Mörk Keflavíkurliðsins skoruðu þeir Frans Elvarsson, Patrik Johannesen og Nacho Heras en það má sjá öll mörkin hér fyrir neðan sem og mark Guðmundar.

Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Fram 3. júlí 2022Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.