Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 19:00 Richard Davidson er einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum. Hann telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Vísir/Ívar Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum. Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum.
Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00