Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 15:39 Bannað verður að selja bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í Evrópu eftir árið 2035. AP/Michael Sohn Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira