Slegnir yfir fyrirhugaðri lækkun aflamarks þorsks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 13:29 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar.
Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23