Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir skotárás á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt. Lögreglan rannsakar árásina sem hryðjuverk. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Við ræðum við Íslending búsettan í Osló í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá fjöllum við áfram um sögulegan viðsnúning Hæstaréttar Bandaríkjanna á rétti til þungunarrofs. Þingmaður Viðreisnar segir dóminn stórhættulegan og geta haft afleiðingar utan Bandaríkjanna. Hann sé áminning um að standa þurfi vörð um réttindin hér heima á Íslandi.

Við ræðum einnig við oddvita Framsóknarflokksins í borginni, sem segir vont að nýjar vendingar í framkvæmdamálum á Reykjavíkurflugvelli fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi.

Þá segjum við frá sérstökum skógræktardegi við Úlfarsfell í dag og merkum fornminjafundi í Mexíkó.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.