Erlent

Reiknað með að Rússar hefji stórsókn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rústir byggingar í Lysychansk í Luhansk, eftir loftárásir Rússa.
Rústir byggingar í Lysychansk í Luhansk, eftir loftárásir Rússa. AP Photo/Efrem Lukatsky

Serhiy Gadai, héraðsstjóri Luhansk-héraðs í austurhluta Úkraínu segir að rússneski herinn hafi safnað nægilega miklu liði til að hefja stórsókn í héraðinu.

Luhansk-hérað hefur verið helsti vettvangur stríðsins í Úkraínu á undanförnum vikum. Aðskilnaðarsinnar, með stuðningi Rússa, vilja ná yfirráðum yfir svæðinu. Hafa Rússar lagt mikla áherslu á að taka lykilborgir á svæðinu.

Þar ber helst að nefna borgina Sievierodonetsk. Segir Gaidai að Rússar stjórni henni nú nær alfarið, fyrir utan efnaverksmiðju, þar sem almennir borgarar hafast við.

Reiknað er með stórsókn Rússa hefjist innan tíðar.

„Rússneski herinn hefur safnað nógu miklu liði til að hefja stórsókn,“ sagði Gaidai.

Rússar hafa á undanförum vikum eytt mestu púðri í stórskotaliðsárásir á það svæði í Donbas, sem samanstendur af Luhansk og Donetsk,  sem enn er undir stjórn Úkraínumanna.

Volodímir Selenskí hefur sagt að búist sé við stórsókn Rússa í vikunni. Reiknað er með að það verði svar Rússa við leiðtogafundi leiðtoga ESB síðar í vikunni, þar sem fastlega er reiknað með því að mælt verði með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis.


Tengdar fréttir

Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis.

Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins

Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.