Tilræðismaður Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 16:09 John Hinckley Jr. verður loksins frjáls ferða sinna, 40 árum eftir að hann reyndi að ráða Ronald Reagan bana. AP/Barry Thumma John Hinckley Jr. sem reyndi að skjóta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til bana árið 1981 verður í dag endanlega frjáls allra sinna ferða. Hann var úrskurðaður ósakhæfur í réttarhöldunum 1982 og hefur verið undir ströngu eftirliti sálfræðinga síðan. Þann 8. júlí næstkomandi heldur hann tónleika í Brooklyn sem er uppselt á. Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna: Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna:
Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent