Arnar: Að mörgu leyti okkar besti leikur í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 22:45 Arnar Páll Garðarsson (t.h.) stýrir KR eftir að Jóhannes Karl (t.v.) hætti með liðið. Vísir/Hulda Margrét Arnar Páll Garðarson, annar af þjálfurum KR, var að vonum svekktur með 3-1 tap liðsins á Selfossi í kvöld. Hann segist þó hafa verið ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. „Ég er bara aðallega svekktur. Mér fannst frammistaðan hjá liðinu frábær“ sagði Arnar Páll eftir tapið í kvöld. „Það er augljóslega ekki búið að genga frábærlega í sumar en við erum búin að vinna seinustu tvo leiki og þessi leikur var svona að mörgu leyti okkar besti leikur í sumar á móti frábæru liði. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik þannig að ég er svekktur með úrslitin en ofboðslega ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum.“ KR-ingar héldu Selfyssingum í skefjum fyrstu mínútur leiksins, en fengu svo á sig tvö mörk með tveggja mínútna millibili eftir rúmlega 15 mínútna leik. Arnar segir það hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Já algjörlega. Einhver langskot og draumaskot. Sláin inn og upp í samskeytin. Það er augljóslega eitthvap sem við getum gert betur í þessum mörkum. En við fáum á okkur þrjú mörk í kvöld og tvö af þeim eru skot fyrir utan teig upp í skeytin og slánna og eitt er úr föstu leikatriði. Þannig að það er bara svekkjandi að tapa svona.“ KR-liðið mætti af miklum krafti í seinni hálfleikinn og náði að minnka muninn í 2-1. Fljótlega eftir það skoruðu Selfyssingar þó sitt þriðja mark, en Arnar segiar að þrátt fyrir að honum hafi þótt liðið sitt bregðast vel við því þá hafi það gert hlutina of erfiða fyrir þær. „Mer fannst stelpurnar bregðast ágætlega við. Auðvitað þegar þú ert að koma til baka og minnkar muninn þá færðu smá mómentum, en svo dettur þetta hinumegin og þá slær það mann svolítið niður. En við héldum áfram og vorum að skapa alveg þangað til leikurinn var flautaður af.“ Næsi leikur KR er gegn Þrótti næstkomandi þriðjudag og Arnar er fullviss um að liðið taki stig úr þeim leik ef spilamennskan verður sú sama og í kvöld. „Það var auðvitað svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik en það sem maður tekur úr honum er bara frammistaðan. Þetta Selfosslið var að komast upp að toppnum með þessum sigri og við eigum alveg að geta unnið Þrótt með svona frammistöðu,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. 1. júní 2022 23:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Ég er bara aðallega svekktur. Mér fannst frammistaðan hjá liðinu frábær“ sagði Arnar Páll eftir tapið í kvöld. „Það er augljóslega ekki búið að genga frábærlega í sumar en við erum búin að vinna seinustu tvo leiki og þessi leikur var svona að mörgu leyti okkar besti leikur í sumar á móti frábæru liði. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik þannig að ég er svekktur með úrslitin en ofboðslega ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum.“ KR-ingar héldu Selfyssingum í skefjum fyrstu mínútur leiksins, en fengu svo á sig tvö mörk með tveggja mínútna millibili eftir rúmlega 15 mínútna leik. Arnar segir það hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Já algjörlega. Einhver langskot og draumaskot. Sláin inn og upp í samskeytin. Það er augljóslega eitthvap sem við getum gert betur í þessum mörkum. En við fáum á okkur þrjú mörk í kvöld og tvö af þeim eru skot fyrir utan teig upp í skeytin og slánna og eitt er úr föstu leikatriði. Þannig að það er bara svekkjandi að tapa svona.“ KR-liðið mætti af miklum krafti í seinni hálfleikinn og náði að minnka muninn í 2-1. Fljótlega eftir það skoruðu Selfyssingar þó sitt þriðja mark, en Arnar segiar að þrátt fyrir að honum hafi þótt liðið sitt bregðast vel við því þá hafi það gert hlutina of erfiða fyrir þær. „Mer fannst stelpurnar bregðast ágætlega við. Auðvitað þegar þú ert að koma til baka og minnkar muninn þá færðu smá mómentum, en svo dettur þetta hinumegin og þá slær það mann svolítið niður. En við héldum áfram og vorum að skapa alveg þangað til leikurinn var flautaður af.“ Næsi leikur KR er gegn Þrótti næstkomandi þriðjudag og Arnar er fullviss um að liðið taki stig úr þeim leik ef spilamennskan verður sú sama og í kvöld. „Það var auðvitað svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik en það sem maður tekur úr honum er bara frammistaðan. Þetta Selfosslið var að komast upp að toppnum með þessum sigri og við eigum alveg að geta unnið Þrótt með svona frammistöðu,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. 1. júní 2022 23:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Leik lokið: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. 1. júní 2022 23:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann