Fótbolti

Jónatan Ingi allt í öllu í sigri Sogndal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jónatan Ingi, hér til vinstri, lék með FH hér á landi áður en hann hélt til Sogndal.
Jónatan Ingi, hér til vinstri, lék með FH hér á landi áður en hann hélt til Sogndal. Vísir/Hulda Margrét

Jónatan Ingi Jónsson var maður leiksins þegar Íslendingalið Sogndal vann 1-3 sigur á Stjordals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta í kvöld

Jónatan Ingi var í byrjunarliði Sogndal ásamt Valdimar Þór Ingimundarsyni en Hörður Ingi Gunnarsson var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

Strax á tíundu mínútu komst Sogndal yfir eftir góða sókn sem Jónatan Ingi hóf. Jónatan átti sömuleiðis stóran þátt í marki sem kom Sogndal í 1-2 á 41.mínútu en varnarmaður heimaliðsins sá um að koma boltanum yfir línuna eftir fyrirgjöf Jónatans.

Jónatan kórónaði góðan leik sinn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en markið má sjá hér.

Sogndal er í sjötta sæti deildarinnar eftir átta leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.