Fótbolti

Meiðsla­hrjáð hetja Róm­verja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nicolo Zaniolo sáttur.
Nicolo Zaniolo sáttur. Justin Setterfield/Getty Images

Hinn 22 ára gamli Nicolò Zaniolo reyndist hetja Roma er liðið vann Feyenoord 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Zaniolo hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einkar óheppinn með meiðsli og til að mynda tvívegis slitið krossband í hné.

Þó svo að José Mourinho hafi einokað fyrirsagnirnar eftir nauman 1-0 sigur Roma á Feyenoord þá á Zaniolo skilið sínar fimmtán mínútur af frægð.

Hinn sóknarþenkjandi Zaniolo var á mála hjá Inter Milan áður en hann samdi við Roma sumarið 2018. Síðan hefur óheppnin elt hann á röndum. Í janúar 2020 sleit hann krossband í hægra hné en sneri fljótt aftur og var komin á völlinn í júlí sama ár.

Aðeins tveimur mánuðum síðar varð Zaniolo fyrir því óláni að slíta krossband á nýjan leik. Hann sneri aftur í júlí á síðasta ári og hefur hægt og rólega verið að komast í sitt gamla form.

Alls tók hann þátt í 42 leikjum á leiktíðinni og skoraði 8 mörk ásamt því að leggja upp 9 til viðbótar. 

Ekkert þó mikilvægara en markið gegn Feyenoord.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.