Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu vendingar í dag:
- Utanríkisráðherra Bretlands segir Pútín halda heiminum í gíslingu með því að nota hungur og matarskort sem vopn.
- Rússar ætla að henda blaðamönnum frá Vesturlöndum úr landi ef YouTube lokar á aðra útsendingu af fundi hjá þeim.
- Tyrkir eru í viðræðum við Úkraínumenn og Rússa um að opna leið fyrir Úkraínu til að flytja korn.
- Anarkistar frá löndum víðsvegar um heiminn hafa gengið til liðs við hersveitir Úkraínumanna.
- Um átta þúsund Úkraínumenn eru í haldi hópa sem styðja árás Rússa.
- Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir það hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum.
- Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hefur varað vestræn ríki við að senda vopn til Úkraínu sem hægt væri að nota til árása á rússneskt landsvæði.
