Arnarseturshraun, Svartsengi og Vogaheiði talin líklegir gosstaðir Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2022 22:56 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Öskju, hús Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, í dag. Rúnar Vilberg Hjaltason Ný gervihnattamynd staðfestir áframhaldandi landris norðvestan Grindavíkur og kvikusöfnun á fjögurra til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá mynd sem Veðurstofan birti í dag en hún sýnir þann stóra gúl sem hefur verið að myndast í jarðlögunum norðan- og norðvestan Grindavíkur síðustu þrjár vikur. „Landrisið er á fullri ferð núna. Þetta er ekki hratt, sérstaklega. Þetta eru tveir millimetrar á dag. En ef það heldur lengi áfram þá getur þetta orðið að gosi,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en minnir um leið á að fyrir tveimur árum sáu menn tvöfalt meira landris á þessum sama stað sem ekki olli gosi. Gervihnattamynd Sentinel-1 sem sýnir landris sem hefur orðið frá 27. apríl til 21. maí 2022.Veðurstofa Íslands Núna streymi kvika upp af miklu dýpi og safnist fyrir í láréttum laggangi. „Þannig að þetta staðfestir að það er kvikusöfnun í gangi á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. En staðfestir líka að þessi gangur hefur ekkert hlaupið út undan sér ennþá,“ segir Páll. Ef eldgos eigi að verða þurfi kvikan að finna sér lóðréttan gang upp til yfirborðs. „Það gæti þá tekið hana stuttan tíma að komast upp á yfirborð og leiða til goss. En það er greinilega ekki komið að því ennþá.“ Páll segir myndina þó ekki endilega sýna líklegastan gosstað. Horft til norðausturs yfir Svartsengi og Grindavíkurveg. Sýlingarfell fyrir miðri mynd, Stóra-Skógfell fjær en Fagradalsfjall efst til hægri.Stöð 2/Egill „Mestar goslíkur að mínu mati eru í sprungusveimnum sem liggur út frá þessu svæði, til norðausturs eða til suðvesturs. Hann liggur upp í Vogaheiði til norðausturs, vestur þar. Hann fer þá undir Svartsengi og til norðausturs, undir Arnarseturshraunið og upp í Vogaheiðina,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Tengdar fréttir Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá mynd sem Veðurstofan birti í dag en hún sýnir þann stóra gúl sem hefur verið að myndast í jarðlögunum norðan- og norðvestan Grindavíkur síðustu þrjár vikur. „Landrisið er á fullri ferð núna. Þetta er ekki hratt, sérstaklega. Þetta eru tveir millimetrar á dag. En ef það heldur lengi áfram þá getur þetta orðið að gosi,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en minnir um leið á að fyrir tveimur árum sáu menn tvöfalt meira landris á þessum sama stað sem ekki olli gosi. Gervihnattamynd Sentinel-1 sem sýnir landris sem hefur orðið frá 27. apríl til 21. maí 2022.Veðurstofa Íslands Núna streymi kvika upp af miklu dýpi og safnist fyrir í láréttum laggangi. „Þannig að þetta staðfestir að það er kvikusöfnun í gangi á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. En staðfestir líka að þessi gangur hefur ekkert hlaupið út undan sér ennþá,“ segir Páll. Ef eldgos eigi að verða þurfi kvikan að finna sér lóðréttan gang upp til yfirborðs. „Það gæti þá tekið hana stuttan tíma að komast upp á yfirborð og leiða til goss. En það er greinilega ekki komið að því ennþá.“ Páll segir myndina þó ekki endilega sýna líklegastan gosstað. Horft til norðausturs yfir Svartsengi og Grindavíkurveg. Sýlingarfell fyrir miðri mynd, Stóra-Skógfell fjær en Fagradalsfjall efst til hægri.Stöð 2/Egill „Mestar goslíkur að mínu mati eru í sprungusveimnum sem liggur út frá þessu svæði, til norðausturs eða til suðvesturs. Hann liggur upp í Vogaheiði til norðausturs, vestur þar. Hann fer þá undir Svartsengi og til norðausturs, undir Arnarseturshraunið og upp í Vogaheiðina,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Tengdar fréttir Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35