Júlíus Magnússon: Við verðum bara að halda áfram Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2022 22:00 Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, með boltann gegn Val í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, var gríðarlega ánægður með 1-3 sigur síns liðs gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum svöruðu Víkingar vel fyrir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. „Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00