Erlent

Hlaupari í Brooklyn-hálfmaraþoninu hneig niður og lést við markið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá Brooklyn-hálfmaraþoninu árið 2019.
Frá Brooklyn-hálfmaraþoninu árið 2019. Getty/New York Road Runners/Steven Ryan

30 ára gamall maður lést þegar hann kom í mark í Brooklyn-hálfmaraþoninu í New York í dag. Samkvæmt slökkviliði borgarinnar voru alls sextán þátttakendur fluttir á sjúkrahús, þar af fimm hvers ástand er alvarlegt.

Hlauparinn sem hné í jörðina við markið var fluttur á Coney Island Hospital þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsökin var.

Brooklyn-hálfmaraþonið er haldið af New York Road Runners, samtökum sem halda hlaup til að safna fé til góðgerðamála. Hlaupaleiðin liggur frá Prospect Park til Coney Island.

Talsmaður samtakanna sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar hlaupsins þar sem andlát mannsins var harmað og samúðarkveðjur sendar til aðstandenda hans. Samtökin sögðu að maðurinn hefði fengið aðstoð um leið og hann féll niður og að eftirlit væri með allri hlaupaleiðinni.

Samkvæmt frétt People var óvenjuheitt í veðri í dag og þá höfðu verið gefnar út viðvaranir vegna mengunar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hlaupari deyr í Brooklyn-hálfmaraþoninu en það gerðist síðast árið 2014, þegar 31 árs hlaupari lést nærri markinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.