Eldhús þetta í Kharkív sem skemmdist í stórskotaliðsárás hefur séð betri daga.Ap/Bernat Armangue
Síðustu úkraínsku hermennirnir yfirgáfu Azovstal-stálverið í gær og hafa Rússar lýst yfir sigri í borginni Maríupól.
Hiti hefur færst í leikinn í baráttunni um Donbas-hérað en samkvæmt Volódímír Selenskí, Úkraínuforseta, eru Rússar að gjöreyða borgum þar.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafa báðir rætt við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands í dag og reynt að sannfæra hann um að nýta ekki neitunarvald sitt til að hindra göngu Finna og Svía inn í bandalagið.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.