Giroud tryggði AC Milan fyrsta Ítalíumeistaratitilinn í ellefu ár

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nítjándi titillinn í höfn.
Nítjándi titillinn í höfn. vísir/Getty

AC Milan er Ítalíumeistari í fótbolta í nítjánda sinn eftir öruggan sigur á Sassuolo í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

AC Milan nægði jafntefli til að tryggja titilinn en á sama tíma voru erkifjendur þeirra í Inter að etja kappi við Sampdoria og munaði þremur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina.

Það var þó aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda í dag því Olivier Giroud kom Milan í tveggja marka forystu á fyrsta hálftíma leiksins.

Franck Kessie jók við forystuna á 36. mínútu og úrslitin nánast ráðin.

Fór að lokum svo að AC Milan vann 0-3 sigur og breytti því engu um stöðuna á toppnum að Inter vann á sama tíma 3-0 sigur á Sampdoria.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira