Meistara­deilda­vonir Arsenal hanga á blá­þræði eftir tap gegn New­cast­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arsenal mátti þola tap í Norður-Englandi.
Arsenal mátti þola tap í Norður-Englandi. EPA-EFE/PETER POWEL

Newcastle United gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal 2-0 í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eru tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur þegar ein umferð er eftir af ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal þurfti sigur til að hirða 4. sætið af Tottenham fyrir lokaumferðina. Það gekk ekki þar sem Newcastle skoraði tvívegis í síðari hálfleik.

Ben White varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Bruno Guimarães gulltryggði sigurinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-0 og vonir Arsenal um að enda í Meistaradeildarsæti hanga á bláþræði.

Arsenal er í 5. sæti með 66 stig, tveimur minna en Tottenham. Skytturnar fá Everton í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Tottenham heimsækir Norwich City sem er fallið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira