Sport

Dagskráin í dag: Úrslitastund í þeirri elstu og virtustu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Úrslitin ráðast í FA-bikarnum í dag.
Úrslitin ráðast í FA-bikarnum í dag. Eddie Keogh/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á alls 15 beinar útsendingar í dag, en þar ber hæst að nefna úrslitaleik FA-bikarsins þegar Liverpool og Chelsea mætast á Wembley.

Stöð 2 Sport

Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 17:00 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr Olís-deild kvenna í handbolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12:50 hefst bein útsending frá leik Empoli og Salernitana í ítöslku úrvalsdeildinni í fótbotla.

Klukkan 15:15 er svo komið að upphitun fyrir úrslitin í elstu og virtustu bikarkeppni heims. Við skiptum svo yfir á Wembley klukkan 15:35 þar sem Liverpool og Chelsea munu berjast um FA-bikarinn fræga. Að leik loknum verður leikurinn svo gerður upp af okkar fremstu sérfræðingum í setti.

Stöð 2 Sport 3

Fótboltinn á líka sviðið á Stöð 2 Sport 3 og við hefjum leik á viðureign Sheffield United og Nottingham Forest í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:55.

Klukkan 15:50 tekur ítalski boltinn við þegar Udines tekur á móti Torino áður en Roma og Venezia eigast við klukkan 18:35.

Stöð 2 Sport 4

Selfyssingar ferðast norður yfir heiðar og heimsækja Þór/KA í Bestu-deild kvenna klukkan 13:50. Klukkan 15:55 verður hægt að fylgjast með viðureign ÍBV og Þróttar á vefnum áður en Bestu mörkin taka við á Stöð 2 Sport 4 klukkan 18:20.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.