Bestu vinkonur
Blake kom fyrst á sjónarsviðið aðeins sextán ára gömul í myndinni The Sisterhood of the Traveling Pants, það var hennar fyrsta stóra hlutverk og í verkefninu eignaðist hún þrjár af sínum bestu vinkonum og eru þær enn óaðskiljanlegar í dag. Það voru þær Alexis Bledel, Amber Tamblyn og America Ferrera. Henni var boðið á fyrsta dregilinn sinn í tengslum við myndina.
„Tveimur okkar var boðið og tveimur okkar var ekki hleypt inn. Því við vorum ekki nógu stórar til þess að komast á gestalistann.“
Tískan í Gossip Girl breytti lífi hennar
Þegar Blake fer yfir Gossip Girl tímann í sínu lífi er augljóst að tískan skipti þar sköpum og mótaði hana sem einstakling og hennar feril. Blake segist vera nokkuð viss um að henni hafi verið boðið á sitt fyrsta Met Gala vegna tískunnar í þáttunum.
„Áhrif tískunnar í þessum þáttum voru meiri en allt annað. Meiri en sagan, meiri en persónurnar og það breytti lífi mínu.“
Hún rifjar upp hvernig hún var beðin um að vera á forsíðu Vogue árið 2009, þá aðeins tuttugu og eins árs gömul eftir að Gossip Girl hafði verið í loftinu í um það bil ár. Einnig rifjar hún upp þegar hún hitti Karl Lagerfeld í París og fór með honum út að borða og í bílferð á blæju Bentley þegar hún var stödd þar fyrir tökur á þáttunum.