Lífið samstarf

Fermingarleikur Vísis: Vinningarnir koma að góðum notum

Fermingarleikur Vísis
Jökull Ólafsson var dreginn út í fermingarleik Vísis í mars.
Jökull Ólafsson var dreginn út í fermingarleik Vísis í mars.

Jökull Ólafsson er annar vinningshafa í fermingarleik Vísis sem fram fór í mars en við drógum tvö heppin fermingarbörn úr pottinum þann 23. mars síðastliðinn. Jökull hlaut gjafabréf frá Dronefly, hálsmen frá 24 Iceland, gjafabréf frá YAY og gjafabréf frá ILVA.

Jökull segir vinningana koma að góðum notum. Hann fermdist í Njarðvíkurkirkju þann 3. apríl og ætlar að nota sumarið til að ferðast og spila körfubolta.

Hvað stendur upp úr í fermingarfræðslunni? Hvað það var tilgangslaust, við fengum svörin á töfluna og þegar við vorum búin þá máttum við fara.

Hvernig hefur veisluundirbúningurinn gengið? Mjög vel.

Munu vinningarnir koma að góðum notum? Já.

Hvað ætlarðu að gera í sumar? Fara til New York með mömmu og körfuboltabúðir hérna heima og vera með vinum mínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.