Osaka felldi gleðitár er hún tryggði sér sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 13:01 Naomi Osaka er komin í úrslit á Miami. TPN/Getty Images Naomi Osaka er komin í úrslit Opna meistaramótsins í tennis sem fram fer á Miami í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn síðan í ársbyrjun 2021 sem Osaka leikur til úrslita. Hún felldi gleðitár eftir rimmuna í undanúrslitum. Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl. Tennis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira
Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl.
Tennis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira