Innlent

Miklar tafir vegna áreksturs á Vesturlandsvegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi á sjötta tímanum í dag.
Frá vettvangi á sjötta tímanum í dag. vísir/Kolbeinn Tumi

Nokkurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi austan við Höfðabakka á sjötta tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn sjúkrabíll sendur á vettvang. Ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Dælubíll er við störf að hreinsa upp brot úr bílunum eftir áreksturinn.

Miklar umferðartafir hafa myndast vegna árekstursins og nær umferðarröðin niður Ártúnsbrekku og langt vestur eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×