Innlent

Leggja fram kvörtun til ESA vegna blóð­mera­halds

Atli Ísleifsson skrifar
Aðbúnaður blóðmera hefur mikið verið í umræðunni hér á landi síðustu mánuði. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Aðbúnaður blóðmera hefur mikið verið í umræðunni hér á landi síðustu mánuði. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Sautján dýraverndunarsamtök, hin belgísku Eurogroup for Animals þeirra á meðal, lagt fram kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna blóðmerahalds hér á landi.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun en í kvörtuninni segir að blóðtaka á fylfullum hryssum brjóti í bága við reglur evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Blóðmerahald og aðbúnaður blóðmera hefur mikið verið í umræðunni hér á landi eftir að al­þjóð­legu dýra­verndunar­sam­tökin TSB Tierschutz­bund Zürich og AWF Animal Welfare Founda­tion birtu heimildar­mynd um blóð­mera­hald á Ís­landi. Í henni mátti sjá slæma með­ferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum.

Í kvörtun dýraverndunarsamtakanna til ESA segir að Ísland beiti ekki sem skyldi löggjöf sinni sem byggi á tilskipun Evrópusambandsins.

Evrópska reglugerðin sem um ræðir kveður á um að tilraun skuli ekki gerð á dýrum ef viðurkennd er önnur aðgerð, sem feli ekki í sér notkun á lifandi dýri og nái fram þeim niðurstöðum sem leitast er eftir. Er bent á að þegar hafi verið þróað hormónalyf sem hafi sömu áhrif og hormón úr blóði fylfullra hryssa.


Tengdar fréttir

Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×